top of page

GRINDARHÚS
HÚSEININGAR 

Einingarhús úr timburgrind er eitt algeingasta byggingaform á timburhúsum og bjóðum við grindarhús sem eru framleidd undir  bestu skilyrðum og gæðaeftirliti.

IMG_2605 (002).jpg

UMHVERFISVÆNT UMFRAM ALLT....

final_cam001.jpg
final_cam002.jpg

HELSTU KOSTIR TIMBURHÚSA:

Umhverfisvæn: Timburhús eru mun umhverfisvænni en önnur hús af þeirri ástæðu að timbrið í þeim er að öllu leiti úr nytjaskógum og á meðan tréð óx úr grasi þá hefur húsið kolefnisjafnað sig sjálft á byggingatíma.

Meira einangrunnargildi: Timburhús hafa oft á tíðum miklu meira einangrunnargildi en steypt hús og eru þar af leiðandi mun meira orkusparandi en steypt hús t.d.

Þola betur jarðskjálfta:  Timburhús hafa þann eiginleika að  svignun og sveigjanleiki þeirra er meiri en í steyptum húsum og þar af leiðandi þola betur jarðskjálfta.

Ódyrari hús: Einingarhús úr timbri eru að öllu jöfnu ódýrari en önnur hús þar sem bæði efnið er ódyrara  og byggingahraði getur verið meiri þar sem ekki þarf sífelt að vera bíða eftir storknun á steypu t.d.

Aðrir kostir: Límtréseiningar eru eitt besta byggingarefni sem þolir bruna og eld sem best. Hægt að að velja utanhúsklæninga eins og ál, flísar og ýmsar viðartegundir.

BYGGINGALÝSING TIMBURGRINDARHÚSA
  • Utanhúsklæðning að eigin vali

  • Loftunargrind 45X20 mm

  • Einstreymis loftunar dúkur.

  • OSB 12 mm krossviðarplötur 

  • Timburgrind 45X145 styrkleikaflokkað C24 

  • Einangrunn 150 mm

  • Rakavarnarlag 0,2 mm

  • Rafmagnsgrind 45X45 mm

  • Vidiwall Trefjagifs

  • Innveggjagrindur 45X90 mm (klæddar með Vidiwall)

  • Innihurðir yfirfeldar hvítar (hægt að fá meira úrval)

  • Gluggagerðir að eigin vali 

GRIND.PNG

Grindarhús - PRECUT

Allt efni í timbur- grindarhúsin er tilsniðið  í verksmiðju erlendis og það merkt  samkvæmt nákvæmum teikningum og húsið er svo sett saman hér á landi. 

Með þessum hætti getum við sparað mikið rými í flutningi og þannig minkað kolefnissporið og boðið betri verð.  

Allt timbur er styrklekaflokkað C24 og sniðið til í nákvæmum tölvuskurðarvélum.

2017-08-25 11.46.55.jpg
demo02.jpg
2022-07-27_16-24-15.jpg

Uppsetning á einingum

Veggeiningarnar eru svo fluttar á verkstað og settar saman.

IMG_0495.JPG
IMG_0497.JPG
IMG_0504.JPG

FJÖLBREYTTAR HÚSAGERÐIR

Grindarhús frá okkur geta verið með mjög fjöbreyttum hætti. Þú getur komið með þínar eigin teikningar eða við hönnum hús fyrir þig allt eftir þínum óskum og þörfum.

2 hæða hús.png
IMG_0459.JPG

INNANHÚS FRÁGANGUR 

Einingarnar koma með pakkaðar inn  og er þess gætt eins og kostur er að raki komist ekki að byggingarefnum .

FÁÐU KOSTNAÐARÁÆTLUN Í ÞITT HÚS

Hægt er finna viðmiðunarverð með því að slá inn í verðreiknivélina hér fyrir neðan og fá einhverjar verðhugmyndir. 

Athugið að verð sem reiknivélin sýnir er ekki endanlegt verð og getur verið breytilegt eftir gerð húsa.

VIÐ FLYTJUM INN EININGAR Á KOSTNAÐARVERÐI FRÁ VERKSMIÐJU FYRIR ÞIG. 

Þegar þú leitar til okkar þá færð þú kostnaðaráætlun og svo leitum við tilboða hjá verksmiðju Þú greiðir eingöngu  kostnaðarverð frá verksmiðju og þú flytur inn efnið í gegnum okkur á kostnaðarverði.  ​

Verksmiðjuteikningar bætast við verð áætlað 300.000.- ISK

ALBYGG:

Við sjáum um alla þætti framkvæmdanna eða  reisum sökklar og reisningu á einingum. (Innifalið er ekki efni í sökkla)​

MEÐBYGG: 

Við sjáum um að reisa einingar á sökkla sem fyrir eru. ​

SJÁLFBYGG: 

Við afhendum einingarnar á byggingastað.

Við leggjum mjög mikið upp úr því að vanda til verka þegar þú leitar  verðtilboða og þess vegna viljum við fá sem bestar upplýsingar hvað þú ert að leita að. 

GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR GRINDARHÚS

GILDIR EINGÖGU UM SJÁLFBYGG.

1. greiðsla til verksmiðju - Framleiðsluteikningar verksmiðju (Er hluti af verkfræðiteikningum)  2.000.- 4.000.- EUR

2. greiðsla til verksmiðju - Greitt þremur dögum eftir undirskrift samnings (Gluggar settir í framleiðslu) - 30% af heildarverði áætlað

3. greiðsla til verksmiðju - Greitt þrem dögum áður en byrjað er á framleiðslu eininganna. 15% af heildarverði áætlað

4. greiðala til verksmiðju - Greitt þegar 50% af framleiðslu er lokið í verksmiðju. - 15% af heildarverði áætlað

5. greiðsla til verksmiðju - Greitt þegar einingar fara frá verksmiðju - 15% af heildarverði áætlað

6. greiðsla til flutningsaðila og þóknun - Greitt þegar einingar koma til Íslands - 25% af heildarverði áætlað

bottom of page